GRI
Ársskýrsla ÁTVR er gefin út í sjötta sinn í samræmi við viðmiðunarreglur Global Reporting Initiative (GRI). Upplýsingar í skýrslunni gilda fyrir almanaksárið 2017.
EFNISYFIRLIT YFIR GRI
Efnisyfirlitið inniheldur upplýsingagjöf varðandi stjórnunaraðferð (DMA) og sértæk viðmið sem hafa verið valin og byggja þau á mikilvægustu atriðum sem eiga við sjálfbæran rekstur fyrirtækisins.
Þessi skýrsla hefur verið gerð í samræmi við GRI G4: Core útgáfan.
Í liðum G4-1 til G4-58 er markmiðið að gera grein fyrir starfsemi fyrirtækisins, stefnu, stærð og staðsetningu þess, stjórnarháttum auk umgjarðar skýrslunnar. Einnig er lýst hvernig unnið er með einstaka málaflokka samfélagslegrar ábyrgðar.
Taflan hér fyrir neðan sýnir hvar greint er frá aðgerðum í ársskýrslu 2017 sem greinir frá samfélagslegri ábyrgð eða í GRI viðauka.
Stefna og greining
GC*
Upplýsingar um fyrirtækið
GC*
Skuldbindingar við ytri málefni
Skilgreiningar á efnislegum þáttum og mörkum þeirra
Þátttaka og skuldbindingar hagsmunaaðila
Viðfangsefni skýrslunnar
GRI yfirlit
Stjórnarhættir
GC*
Uppbygging og samsetning stjórnarhátta
Hlutverk stjórnar varðandi tilgang, gildi og stefnumótun
Frammistöðumat stjórnar
Hlutverk stjórnar í áhættustjórnun
Hlutverk stjórnar í skýrslugjöf varðandi sjálfbærni
Hlutverk stjórnar í efnahagslegu, umhverfislegu og samfélagslegu árangursmati
Starfskjarastefna og hvatningakerfi
Siðfræði og heilindi
GC*
Stöðluð upplýsingagjöf varðandi yfirlit um: Gildi, grundvallarreglur, kröfur og viðmið fyrirtækisins
Efnahagur
GC*
Fjárhagsleg frammistaða
Nálægð á markaði
Óbein efnahagsleg áhrif
Innkaupastefna
Umhverfismál
GC*
Efnisnotkun
Orka
Vatn
Líffræðileg fjölbreytni
Losun
Frárennsli og úrgangur
Hlíting
Samgöngur
Heildarþáttur
Umhverfisáhrif birgja
Umhverfismál og höndlun umkvörtunarefna
Samfélagsmál
GC*
Vinnumál og starfsskilyrði
Vinnuafl
Kjaramál
Vinnueftirlit
Þjálfun og menntun
Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri
Launajafnrétti
Mat á starfsskilyrðum starfsfólks birgja
Starfsskilyrði og höndlun umkvörtunarefna
Mannréttindi
Fjárfestingar
Jafnræði
Félagafrelsi og sameiginlegar kjaraviðræður
Barnavinna
Nauðungarvinna og skylduvinna
Öryggismál
Frumbyggjaréttur
Mat
Mat á mannréttindamálum birgja
Mannréttindi og höndlun umkvörtunarefna
Samfélag
GC*
Samfélagið
Nærsamfélag
Spilling
Opinber stefna
Samkeppnishamlandi hegðun
Hlíting
Mat á samfélagsáhrifum birgja
Samfélagsáhrif og höndlun umkvörtunarefna
Félagslegir þættir
GC*
Vöruábyrgð
Heilsa og öryggi viðskiptavina
Merkingar á vöru og þjónustu
Markaðssetning
Hlíting
Viðauki
G4-10
Flokkun vinnuafls og hvernig ráðningarsamningar
skiptast eftir kyni og starfi
Fjöldi starfsfólks í desember | Alls | Konur | Karlar | |
---|---|---|---|---|
2015 | 442 | 262 | 180 | |
2016 | 542 | 326 | 216 | |
2017 | 507 | 307 | 200 | |
Fastráðnir | ||||
2015 | 214 | 111 | 103 | |
2016 | 236 | 129 | 107 | |
2017 | 242 | 126 | 116 | |
Tímavinnustarfsfólk | ||||
2015 | 228 | 151 | 77 | |
2016 | 306 | 197 | 109 | |
2017 | 265 | 181 | 84 |
Heildarfjöldi eftir ráðningarformi og starfi | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Fullt starf | Hlutastarf | Tímavinna | |||||
Fjöldi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Samtals | |
Dreifingarmiðstöð | 52 | 98% | 0 | 0% | 1 | 2% | 53 |
Skrifstofa | 45 | 83% | 6 | 11% | 3 | 6% | 54 |
Starfsfólk í Vínbúðum | 35 | 11% | 28 | 9% | 259 | 80% | 322 |
Stjórnendur í Vínbúðum | 49 | 63% | 27 | 35% | 2 | 3% | 78 |
Alls | 181 | 36% | 61 | 12% | 265 | 52% | 507 |
G4-EC1
Efnahagsreikningur eftir hagsmunaaðilum
Hagsmunaaðili | 2017 | 2016 | 2015 | |
---|---|---|---|---|
Tekjur | ||||
Sala áfengis og tóbaks | Viðskiptavinir | 34.304 | 33.067 | 29.385 |
Gjöld | ||||
Vörunotkun (vörur og þjónusta) | Birgjar | 30.432 | 29.283 | 26.239 |
Laun og launatengd gjöld | Mannauður | 2.463 | 2.124 | 1.893 |
Arður | Eigandi | 1.750 | 1.000 | 1.500 |
Félagslegar fjárfestingar | Samfélagið | 42 | 32 | 32 |
Eftirstöðvar | -383 | 629 | -279 |
Upphæðir í m.kr.
G4-EC2
ÁTVR hefur ekki metið fjárhagslega og aðra áhættu vegna loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Öll bein losun er kolefnisjöfnuð.
ÁTVR gerir sér grein fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Til að vinna markvisst að því að minnka vistspor hefur fyrirtækið tekið þátt í Loftslagsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar ásamt 104 öðrum fyrirtækjum og einnig eru öll starfsemi undir Grænum skrefum í ríkisrekstri. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa verð innleidd í ferla fyrirtækisins. ÁTVR var tilnefnt til Loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar.
Fyrirtækið hefur unnið með systurfyrirtækjum sínum á Norðurlöndum á lífsferilsgreiningu á vörusafni. Þar kom fram að mestu umhverfisáhrifin liggja í umbúðum, einnig orkunotkun hjá framleiðendum í verksmiðjum. Niðurstöður úr þeirri vinnu varða veginn til 2030 en markmiðið er að lágmarka vistspor í aðfangakeðjunni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.
ÁTVR tók þátt í tveim fyrirlestrum varðandi loftslagsmarkmið. Með Dokkunni: Loftslagmarkmið fyrirtækja - hver eru þau? Einnig hjá Festu í vinnustofu um Loftslagsmarkmið, kallaðist erindið: Dæmi um loftslagsmarkmið fyrirtækis.
G4-EC9
Hlutfall innkaupa frá birgjum úr nærsamfélagi
ÁTVR skilgreinir Ísland sem nærsamfélag sitt. Allar vörur eru keyptar af innlendum áfengis- og tóbaksbirgjum. Virkir áfengisbirgjar eru um 75 talsins og tóbaksbirgjar 5.
Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar á meðal áfengis- og tóbaksbirgja. Könnunin var gerð í maí og júní 2017.
Ánægðir | Hlutlausir | Óánægðir | |
---|---|---|---|
Ánægja með ÁTVR á heildina litið | 78% | 14% | 8% |
Tryggja vöruvalsreglur hlutleysi gagnvart birgjum? | 57% | 19% | 24% |
Þekkja vel | Hvorki vel né illa | Þekkja illa | |
---|---|---|---|
Þekkja ákvæði um samfélagslega ábyrgð í stofnsamningi | 44% | 45% | 11% |
G4-EN1
Notkun á hráefni eftir þyngd eða magni
Sólarræsting sér um ræstingar á Stuðlahálsi og var fyrsta Svansvottaða ræstingarfyrirtækið á Íslandi. Í Vínbúðum sér starfsfólk um þrif. Árið 2017 voru notaðir 722 lítrar af ræstiefnum og eru 82% þeirra umhverfisvottaðir, ýmist með norræna umhverfismerkinu Svaninum eða Evrópublóminu, umhverfismerki ESB. Unnið er að því að allar ræstingarvörur verði umhverfisvottaðar.
Átak var gert í að minnka sölu plastpoka og var verð á þeim hækkað í 30 krónur 1. september og skilaði sú aðgerð árangri.
2015 | 2016 | 2017 | Markmið 2017 | ||
---|---|---|---|---|---|
Prentun | |||||
Skrifstofupappír | 6,7 | 6,1 | 5,4 | 6,0 | kg/stg. |
Prentun umhverfisvottuð | 97% | 100% | 100% | 100% | hlutfall |
Einnota vörur | |||||
Plastglös | 0 | 0 | 0 | 0 | stk./stg. |
Pappamál | 5 | 9 | 14 | 5 | stk./stg. |
Ræstiefni | |||||
Sólarræsting | 100% | 100% | 100% | 100% | hlutfall |
Ræstivörur | 87% | 90% | 82% | 90% | hlutfall |
Umbúðir | |||||
Seldir plastpokar | 83.596 | 80.830 | 72.108 | 70.000 | stk./m.ltr. |
Strekkifilma | 418 | 463 | 766 | 475 | kg/m.ltr. |
G4-EN3
Bein orkunotkun eftir orkutegund
Stuðlaháls
Þriðjungur raforkunotkunar fyrirtækisins er á
Stuðlahálsi. Til
að fylgjast
með orkunotkun er í notkun sérstakt hússtjórnarkerfi sem vaktar notkun rafmagns
og hita og stýrir álagi á Stuðlahálsi 2 en þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisins,
dreifingarmiðstöð og Vínbúðin Heiðrún. Í
grænu skorkorti er sett markmið og fylgst með orkunotkun. Græn skref í
ríkisrekstri voru innleidd í allar Vínbúðir á árinu og var orkunotkun einn
liðurinn.
Til einföldunar er notkunin umreiknuð í meðalheimilisnotkun og markmið og mælingar miðast við hana. Rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi var sambærileg notkun 127 heimila (634.111 kWst) og minnkaði um 3% milli ára. Unnið hefur verið að því að setja upp LED ljós og er það ein helsta skýringin á minnkandi raforkunotkun. Heitt vatn samsvaraði notkun 137 heimila (78.551 m3) og jókst milli ára.
Ástæðan fyrir aukningu á heitu vatni eru bilanir í hitaveitukerfi.
Rafmagnsnotkun Vínbúða
ÁTVR þekkir til fulls rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi 2 og á 8.604 fermetrum Vínbúða (32) eða um 72% heildarfermetrafjölda Vínbúða.
Almenna raforkunotkunin var 913 MWst á þessum fermetrum. 5 Vínbúðir er með rafhitun og nota 183 MWst. ÁTVR hefur ekki fullnægjandi vitneskju um rafmagnsnotkun í leiguhúsnæði þar sem rafmagn er hluti af leiguverði eða öðrum rekstrakostnaði.
Heildarnotkun er áætluð 1,5 GWst. Það er aukning um 1% frá fyrra ári en aukning var í verslunarrými, opnunartíma og seldu magni.
Heitavatnsnotkun Vínbúða
Vitneskja um heitavatnsnotkun er sömu takmörkunum háð og vitneskja um rafmagnsnotkun.
ÁTVR þekkir til fulls heitavatnsnotkun á Stuðlahálsi 2 og 6.162 fermetrum Vínbúða (20) eða um 52% af heildarfermetrafjölda Vínbúða.
Heitavatnsnotkunin var 29.727 m3 á þessum fermetrum.
Heildarnotkun er áætluð 57.273 m3 sem gerir um 4,8 rúmmetra á hvern fermetra Vínbúða. Það er aukning um 2,5 % frá fyrra ári.
Umreiknað miðað við heildarfermetrafjölda húsnæðis er áætluð notkun rafmagns um 2,1 GWst á ári og á heitu vatni 136 þúsund rúmmetrar.
Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna notkunar raforku er áætlaður 22 tonn og fyrir heitt vatn 61 tonn. Í útreikningum er miðað við nýjustu tölu í skýrslu Umhverfisstofnunar, National Inventory Report 2017, 10,1 g/kWst og rúmmetrar heita vatnsins margfaldaðir með 44,4 til að breyta í kWst.
Unnið er eftir Heimsmarkmiði #7 Sjálfbær orka en lang stærsti hluti af raforkunni er keyptur af Orkusölunni og er uppruni raforku 100% vatnsorka.
Stuðlaháls | 2015 | 2016 | 2017 | Markmið 2017 | Mism. 16/17 | Útreikningar |
---|---|---|---|---|---|---|
Orkunotkun | ||||||
Rafmagn | 130 | 131 | 127 | 133 | -3% | Heimili (5,0 MWst pr. ár) |
Heitt vatn | 47 | 60 | 76 | 60 | 27% | Heimili (573,3 m3) |
Heitt vatn - snjóbræðsla | 66 | 60 | 61 | 60 | 2% | Heimili (573,3 m3) |
Rafmagn Vínbúðir | m2 | kWst | kWst/m2 | Heimili | Útreikningar | |
---|---|---|---|---|---|---|
32 af 50 Vínbúðum | 8.604 | 912.747 | 106 | 183 | Heimili (5,0 MWst pr. ár) |
G4-EN6
Lækkun á orkunotkun
Í allri starfsemi ÁTVR er lögð áhersla á orkusparnað og að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og fléttast það inn í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 13 Verndun jarðarinnar.
Markvisst unnið að innleiðingu á LED lýsingu í viðhaldi á Vínbúðum. Í byrjun árs 2016 var Vínbúðin á Akranesi endurnýjuð og skipt út glóperum og LED lýsing sett þar sem henni var viðkomið. Einnig voru settir nýir ofnar ásamt því að rafmagn og pípulagnir voru endurnýjaðar í heild sinni.
Lækkun á raforkunotkun er um tæp 40% frá því að lýsing var endurnýjuð. Hér er notkun í Vínbúðinni á Akranesi frá árinu 2005
Ársnotkun - kWh
LED ljós eða sparpera er sett upp þegar Vínbúðir eru endurnýjaðar.
Helsti kostur sparperunnar er 80% orkusparnaður miðað við glóperu, hún endist í 6-10 ár og ekki er hætta á íkveikju vegna ofhitnunar.
G4-EN8
Notkun vatns eftir uppruna
Allt kalt neysluvatn kemur úr vatnsbólum. Vínbúðir í Reykjavík fá vatn úr Gvendarbrunnum í Heiðmörk. Vínbúðin Dalvegi fær vatn frá vatnsveitu Kópavogs. Mælar fyrir kalt vatn eru á fimm stöðum á landinu. Fjórir á höfuðborgarsvæðinu og einn í Vestmannaeyjum. Hér er greint frá notkun á Stuðlahálsi og Vestmannaeyjum.
Að mati Orkuveitu Reykjavíkur nýtir hver íbúi á veitusvæði hennar um 200 lítra á dag af köldu vatni eða 73 rúmmetra á ári. Sala á köldu vatni í Vestmannaeyjum fer um rennslismæla og er nýtingin um 170 lítrar af köldu vatni á dag á hvern íbúa eða 62 rúmmetrar á ári. Kaldavatnsnotkun er líkt og rafmagn og heitt vatn umreiknað yfir í áætlaða notkun meðalheimilis á veitusvæði OR.
Það hefur dregið úr kaldavatnsnotkun á Stuðlahálsi, en notkun jókst þegar sturtur voru teknar í notkun og viðhaldsframkvæmdir voru á árunum 2013 til 2014.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 6, hreint vatn og salernisaðstaða er eitt af stóru verkefnum ÁTVR og systurfyrirtækja á Norðurlöndum til ársins 2030. Markmiðið er að vinna í aðfangakeðjunni og leggja áherslu á að í frumframleiðslu sé farið vel með vatn og dregið verði úr efnanotkun í ræktun og í framleiðslu, einnig auka vatnsnýtni.
Kalt vatn (m3) | 2017 | Heimili | Útreikningar |
Orkunotkun | |||
Stuðlaháls | 14.525 | 50 | Heimili (292 m2 pr. ár) |
Vestmannaeyjar | 215 | 1 |
G4-EN15
Bein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)
G4-EN16
Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (ghl) í gegnum orkunotkun
G4-EN17
Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (ghl)
G4-EN30
Mikilsverð umhverfisáhrif vegna flutnings á framleiðsluvörum og öðrum vörum og hráefni sem fyrirtækið notar þ.m.t. ferðir starfsmanna
ÁTVR gerir sér grein fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Með því að skrifa undir yfirlýsingu í loftlagsmálum skuldbindur fyrirtækið sig til að að draga úr þeim í starfsemi sinni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, verndun jarðarinnar, númer 13 er hér í öndvegi.
ÁTVR kolefnisjafnar allan beinan útblástur, 135 tonn og flug 30 tonn, alls 165 tonn. Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor (e positive karbon footprint). Með því stuðlum við sjálfbærum rekstri.
Inn í kolefnisútreikninga hefur skógrækt ÁTVR á Stuðlahálsi verið tekin með í útreikninga. Áætlað er að gróðursett tré þeki tæpan hektara þá bindur skógurinn 4 tonn af gróðurhúsalofttegundum. Rannsóknir sýna að árleg meðalbinding í íslenskum skógum sé 4,4 tonn CO2 á ha.
Helstu umhverfisáhrifum vegna vörudreifingar má skipta í tvennt, annars vegar losun koltvísýrings vegna eldsneytisbrennslu og hins vegar slit á vegnum vegna akstur.
BEIN LOSUN - Akstur
ÁTVR rak, í árslok 2017, 51 Vínbúð sem seldu tæplega 22 milljónir lítra af áfengi, sem er nær eingöngu dreift miðlægt frá vöruhúsi á Stuðlahálsi. ÁTVR flytur um 80% áfengis með eigin bílum en býður út um 20%. Eigin bílar flytja um höfuðborgarsvæðið, Borgarnes, Akranes, suðurnesin og suðurland að Hvolsvelli. ÁTVR flytur tóbak á höfuðborgarsvæðinu með eigin bílum en býður út restina.
Því var markmið hækkað við eigin flutning en stóð í stað með aðkeyptan.
Heildarnotkun eldsneytis á flutningabíla ÁTVR var 40.500 lítrar og eknir kílómetrar 121.762. Það er minni akstur en í fyrra, sem er áhugavert því söluaukning í lítrum var 4,8%. Árangurinn má skýra með betra skipulagi. Þrír sendiferðabílar óku 59.187 km og eyddu 5.164 lítrum. Þetta samsvarar því að um 122 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið við vöruflutning.
Heildarnotkun eldsneytis á fólksbíla ÁTVR var 5.897 lítrar og eknir kílómetrar 66.822. Þetta samsvarar því að um 13 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið.
ÁTVR nýtti tólf dísilbíla á árinu 2017. Heildareldsneytisnotkun var 51.561 lítrar dísilolíu og eknir 247.771 kílómetrar. Bein heildarlosun 135 tonn af CO2 og bindur ÁTVR 4 tonn. Því eru 131 tonn kolefnisjöfnuð hjá Kolviði. Samkvæmt upplýsingum á vef Kolviðs er verð vegna kolefnisjöfnunar 2 kr./kg CO2. Kostnaður ÁTVR við kolefnisjöfnun vegna aksturs á bílum nam því 262.000 krónum. Eða samsvarandi því að gróðursetja 1.230 tré.
ÓBEIN LOSUN - Umfang 2
Eldri tölur hafa verið uppfærðar vegna nýrri upplýsinga.
Áætlað er að notaðar hafi verið um 2,1 GWst rafmagn og 136 þúsund rúmmetrar af heitu vatni fyrir allan rekstur. Áætlaður útblástur er að 22 tonn* losni við framleiðslu rafmagns og 61 tonn** CO2 ígildi við framleiðslu heits vatn.
*Losun hjá Orku náttúrunnar er um 10,1 g/kWst. National Inventory Report 2017
**Margfaldað með 44,4 til að finna kWst.
ÓBEIN LOSUN - Umfang 3
Umfang aksturs vegna dreifingar áfengis, 4.5 milljón lítra (20% af heildarsölu) á landsbyggðinni hjá þriðja aðila er 217 tonn af CO2. Miðað er við rauntölur í kolefnisfótspori frá Samskip 112,7 g/tonnkm. Árið 2016 var talan 121 g/tonnkm og þar áður 124 g/tonnkm. Því breytast tölur frá fyrri árum til samræmis.
Flug starfsfólks
Þó flug falli undir óbein áhrif var ákveðið að kolefnisjafna allt flug. Starfsfólk ÁTVR flaug samtals 34 ferðir til og frá Íslandi á árinu 2017. Samkvæmt reiknilíkani Kolviðs um kolefnislosun var losun samtals um 20 tonn CO2. Miðað við að verð kolefnisjöfnunar sé 2 kr./kg CO2 þá er kostnaður ÁTVR við kolefnisjöfnun flugs 40.000 krónur. Fjöldi trjáa sem þarf að gróðursetja er 189.
Í innanlandsflugi voru samtals 68 ferðir, flestar til Akureyrar. Samkvæmt reiknilíkani á Kolviði var losun samtals 10 tonn CO2. Miðað við að verð kolefnisjöfnunar sé 2 kr./kg CO2 þá er kostnaður ÁTVR við kolefnisjöfnun innanlandsflugs 20.000 krónur. Fjöldi trjáa sem þarf að gróðursetja er 96 og munu þau taka þátt í andardrætti Íslands um ókomin ár.
Ferðavenjur til og frá vinu
Könnun á ferðavenjum starfsfólks til og frá vinnu var endurtekin. Niðurstaða var sú að 92 tonn af CO2 losna út í andrúmsloftið vegna samgangna starfsfólks. Betri niðurstaða en árið 2016 þrátt fyrir að ársverkum fjölgaði.
Þetta má þakka:
- Minni mengun úr einkabílum úr 157 gr/km í 144 g/km.
- Fjöldi samgöngusamninga og meðalvegalengd frá vinnustað voru svipuð á milli ára.
Markmiðið var að minnka losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu niður í 87 tonn og náðist það ekki alveg.
Sjóflutningur tóbaks og áfengis
Með nákvæmari losunartölum frá flutningsaðilum, þá verða tölurnar raunhæfari. í fyrri útreikningum var miðað við 10 g/tonnkm en núna eru 36 g/tonnkm.
Sjóflutningur neftóbaks er áætlaður 28 tonn og hækkar vegna þess að hráefnið kemur frá Filippseyjum en kom áður frá Brasilíu.
Sjóflutningur annars tóbaks minnkar vegna minni neyslu en miðað er við flutningsleiðina Reykjavík - Portland.
Langtíma markmið ÁTVR er að draga úr notkun jarðefnaknúinna bifreiða og nýta vistvænustu bíla sem verða í boði í framtíðinni. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030. Í úrgangsmálum er markmiðið um endurvinnsluhlutfall 92% og stefnt að því að það verði 98% árið 2030. Urðaður úrgangur var um 26 tonn á síðasta ári og stefnt á að fara niður í 8 tonn eða 75% samdráttur.
Bílaleigubílar og leigubílar
Höldur er með ISO 14001 vottun og voru allir bílar leigðir þaðan. Alls var keyrt 11.578 km og losun tæp 1,5 tonn. Leigubílar voru notaðir í 500 km og losuðu 60 kg, en stefnan hjá ÁTVR er að panta ávallt vistvænan leigubíl.
Á vef Vínbúðanna eru nánari upplýsingar um vinnu fyrirtækisins í loftslagsmálum og uppfærast tölur reglulega. Starfsfólk ÁTVR vilja vera fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð og mynda jákvætt kolefnisfótspor sem styður náttúruna okkar.
Tonn CO2 | Áhrif | 2015 | 2016 | 2017 | Markmið 2017 |
---|---|---|---|---|---|
Eigin fólksbílar | Bein | 14 | 15 | 13 | 14 |
Eigin flutningabílar | Bein | 78 | 109 | 109 | 111 |
Eigin sendiferðabílar | Bein | 10 | 10 | 13 | 13 |
Raforkunotkun* | Óbein-2 | 20 | 22 | 22 | 22 |
Varmanotkun - heitt vatn* | Óbein-2 | 56 | 56 | 61 | 56 |
Keyptur flutningur áfengis* | Óbein-3 | 226 | 224 | 217 | 216 |
Flug innanlands | Óbein-3 | 10 | 10 | 10 | 10 |
Flug erlendis | Óbein-3 | 15 | 14 | 20 | 15 |
Starfsfólk, ferðir úr og í vinnu | Óbein-3 | 103 | 94 | 92 | 87 |
Bílaleigubílar og leigubílar* | Óbein-3 | 2 | 2 | 2 | 2 |
Urðun sorps* | Óbein-3 | 12 | 14 | 15 | 16 |
Sjóflutningar áfengis* | Óbein-3 | 1.976 | 2.048 | 2.115 | ** |
Sjóflutningar tóbaks* | Óbein-3 | 34 | 32 | 29 | ** |
Sjóflutningar neftóbaks* | Óbein-3 | 20 | 22 | 28 | ** |
Losun GHL - samtals | 2.576 | 2.673 | 2.745 | ||
Kolefnisjafnað | 127 | 158 | 161 | ||
Skógrækt ÁTVR | 0 | 0 | 4 | ||
Kolefnisfótspor | 2.449 | 2.515 | 2.580 | ||
CO2 á selda Milljón lítra [tonn] | 125,0 | 120,5 | 118,0 | -2% | |
CO2 á stöðugildi [tonn] | 8,5 | 8,1 | 7,7 | -4% | |
Tonn CO2 | Áhrif | 2015 | 2016 | 2017 | Breyting |
Umfang 1 | Bein | 102 | 134 | 135 | 1% |
Umfang 2* | Óbein | 76 | 78 | 83 | 6% |
Umfang 3* | Óbein | 2.398 | 2.461 | 2.527 | 3% |
Losun GHL - samtals | 2.576 | 2.673 | 2.745 | 3% |
* Breyttar reikniforsendur
** Ekkert markmið
Dísilolía lítrar | 2015 | 2016 | 2017 | Meðaleyðsla |
---|---|---|---|---|
Fólksbílar | 6.946 | 6.983 | 5.897 | 8,8 |
Eigin flutningabílar | 30.036 | 39.577 | 40.500 | 33,3 |
Sendiferðabílar | 4.095 | 4.024 | 5.164 | 8,7 |
Alls | 41.077 | 50.584 | 51.561 |
Eknir km | 2015 | 2016 | 2017 |
---|---|---|---|
Fólksbílar | 66.437 | 72.526 | 66.822 |
Eigin flutningabílar | 86.537 | 121.987 | 121.762 |
Sendiferðabílar | 45.886 | 47.068 | 59.187 |
Alls | 198.860 | 241.581 | 247.771 |
Eigin flutningur – Kolefnisfótspor ÁTVR
Bein losun CO2-ígildiTonn

G4-EN18
Umfang losunar gróðurhúsalofttegunda (ghl)
Bein losun minnkað um 6% milli ára þegar miðað er við fjölda starfsfólks.
Heildarlosun koltvísýrings þar sem ÁTVR hefur bein áhrif er 135 tonn og allt flug er 30 tonn. Það gerir 494 kg af koltvísýring á hvern starfsmann fyrirtækisins.
Eingöngu er dísilolía notuð á tólf bifreiðar. Heildarnotkun er 51.562 lítrar eða 154 lítrar á hvern starfsmann. Heildarsala áfengislítra jókst um 4,8% á árinu.
Óbein losun er 2.610 tonn af koltvísýring sem eru um 7,8 kg á hvern starfsmann. Þó heildarlosun aukist vegna aukinnar lítrasölu þá er samdráttur losunar um 4% sé m.v. stöðugildi.
Heildar kolefnisspor ÁTVR er því 2.745 tonn en það vantar að reikna lífsferil vöru og innkaup til rekstur og því ekki endanleg tala.
Losunartölur hafa breyst og hækkað á milli ára vegna nýrra upplýsinga við útreikninga. Munar mest um sjóflutning vöru.
Tonn CO2 | CO2 | [kg] Stöðugildi 2017 | [kg] Stöðugildi 2016* | Breyting % | Áhrif | Umfang | Kolefnisjöfnun | Tré |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Eigin bílar | 135 | 404 | 429 | -5,9 | Bein | 1 | Kolefnisjafnað | 1.230 |
Rafmagn | 22 | 65 | 70 | -6,6 | Óbein | 2 | ||
Heitt vatn | 61 | 182 | 179 | 1,6 | Óbein | 2 | ||
Flug | 30 | 90 | 77 | 16,8 | Óbein | 3 | Kolefnisjafnað | 285 |
Keyptur flutningur | 217 | 650 | 718 | -9,5 | Óbein | 3 | ||
Starfsmenn, til og frá vinnu | 92 | 275 | 301 | -8,6 | Óbein | 3 | ||
Sjóflutningar áfengis | 2.115 | 6.332 | 6.564 | -3,5 | Óbein | 3 | ||
Sjóflutningar tóbaks | 57 | 171 | 173 | -1,4 | Óbein | 3 | ||
Bílaleigubílar | 2 | 5 | 5 | -6,6 | Óbein | 3 | ||
Urðun sorps | 15 | 45 | 46 | -1,3 | Óbein | 3 | ||
Kolefnisfótspor | 2.745 | 8.219 | 8.562 | -4,0 |
Lítrar | Stöðugildi | Áhrif | Umfang* | Kolefnisjöfnun | |
---|---|---|---|---|---|
Dísilolía 2017 | 51.562 | 154 ltr./stg. | Bein | 1 | Kolefnisjafnað |
Dísilolía 2016 | 50.584 | 162 ltr./stg. | Bein | 1 | Kolefnisjafnað |
ÁTVR kolefnisjafnar allan beinan útblástur, 135 tonn og flug 30 tonn, alls 165 tonn. ÁTVR bindur 4 tonn en 161 tonn eru kolefnisjöfnuð hjá Kolvið og er kostnaðurinn við það 322.000 krónur sem samsvarar því að gróðursett séu 1.515 tré.
Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt sótspor (e positive karbon footprint). Með því stuðlum við sjálfbærum rekstri.
* 1 bein áhrif: G4-EN15
2 óbein áhrif: G4-EN16
3 óben áhrif: G4-EN17
G4-EN23
Magn úrgangs og förgun
Tonn | Umhverfisáhrif | 2015 | 2016 | 2017 | % breyting | CO2-e losun |
Endurunnið | ||||||
Bylgjupappi | Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings | 194 | 231 | 236 | 1,9 | -1.582 |
Plastumbúðir | Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings | 22,3 | 9,1 | 27,1 | 198,6 | -12 |
Plast til Odda | Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu | 18,4 | 4,4 | -75,9 | -2 | |
Gæðapappír | Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu | 3,7 | 6,9 | 5,4 | -21,3 | -37 |
Önnur flokkun | Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu | 3,4 | 9,8 | 18,7 | 90,2 | -30 |
Lífrænt til moltugerðar | Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu | 4,8 | 5,1 | 5,2 | 3,0 | -14 |
Samtals endurunnið | 228,0 | 280,5 | 296,5 | 5,7 | -1.677 | |
Urðað | ||||||
Blandaður úrgangur | Jarðvegsmengun | 20,6 | 24,6 | 25,9 | 5,2 | 15 |
Samtals urðað | 20,6 | 24,6 | 25,9 | 5,2 | 15 | |
Samtals úrgangur | 248,6 | 305,1 | 322,4 | 5,7 | -1.661 | |
Endurvinnsluhlutfall % | 92 | 92 | 92 | |||
Markmið % | 90 | 91 | 92 | |||
Grófur úrgangur | 17,6 | 30,0 | 13,4 | -55,4 | 0 | |
Áætlaður heildarúrgangur | 278 | 318 | 329 | 3,4 | ||
Úrgangur pr. stöðugildi [tonn] | 1,0 | 1,0 | 1,0 |
Með því að flokka úrgang til endurvinnslu í stað þess að urða hann má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og sést í töflu G4-EN23 flokkaði Vínbúðin 297 tonn af úrgangi. Þannig kom fyrirtækið í veg fyrir að út í andrúmsloftið losnuðu gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda rúmlega 1.677 tonnum** af CO2. Það samsvarar ársnotkun á 559 fólksbílum (m.v. 3 tonn losun á fólksbíl). Eða samsvarandi akstri allra bifreiða ÁTVR í 12 ár.
96% af verslunum m.v. lítrasölu eru með vigtaðan úrgang. Því má áætla að heildarumfang úrgangs sé 337 tonn, tæplega 27 tonn urðuð og 310 endurunnin. Heildarlosun CO2 vegna urðaðs úrgangs er: 15,8 tonn*
Grófur úrgangur tengist ekki daglegum rekstri heldur oftast tímabundnum framkvæmdum. Steinsteypa, innréttingar og byggingahlutar úr timbri.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna #12 Ábyrg neysla er eitt af mikilvægustu markmiðum ÁTVR. Stefnt var að 92% endurvinnsluhlutfalli úrgangs og það náðist. Markmiðið verður hækkað í 93% fyrir næsta ár. Markmiðið er að ná 98% endurvinnsluhlutfalli árið 2030. Innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri er mikilivægt skref til að ná þessum áfanga.
Fjárhagslegur ávinningur er að því að flokka úrgang. Ef fyrirtækið þyrfti að greiða förgunargjöld fyrir allan úrgang, þá væri kostnaður tæpar 5 milljónir en í staðan fær fyrirtækið tekur upp á tæpar 2 milljónir fyrir sölu á pappír og plasti. Endurvinnsluhlutfall fyrirtækja á Íslandi eru undir 50% og því liggja mikil verðmæti í ruslinu.
* Blandaður úrgangur margfaldaður með stuðlinum 0,58. Magn CO2 í urðuðum úrgangi er úr LCA forriti Eflu, Gabí (meðaltalstala frá Frakklandi, Bretlandi, Finnlandi og Noregi)
** Bylgjupappi er margfaldaður með CO2-ígldis stuðlinum 6,71, plastumbúðir með stuðlinum 0,433, lífrænt til moltugerðar með 2,754 og grófur úrgangur og önnur flokkun með 1,6. Miðað er við að viðbótavinna tækja sem valda útblæstri koldíoxíðs sé sambærileg hvort sem bylgjupappinn og pappírinn er fluttur á urðunarstað til urðunar eða fluttur úr landi til endurvinnslu. Metan er margfaldað með stuðlinum 25. Heimild: Guidelines for the use of LCA in the waste management sector, eftir Helgu J. Bjarnadóttir, Guðmundur B. Friðriksson ofl.
Úrgangur – Kolefnisfótspor ÁTVR
Óbein losun CO2-ígildiTonn
G4-EN27
Umfang aðgerða sem stuðla að minnkun umhverfisáhrifa á framleiðslu og/eða þjónustu
Lífrænt ræktuð vín | Fjöldi teg. | Seldir ltr. | % af seldum ltr. | % af seldum ltr. léttvíns | % af seldum ltr. bjórs | % af seldum ltr. – annað áfengi | Einingar |
---|---|---|---|---|---|---|---|
2017 | 133 | 239.939 | 1,10% | 5,38% | 0,34% | 0,09% | 356.476 |
2016 | 113 | 183.589 | 0,88% | 4,64% | 0,19% | 0,08% | 250.720 |
2015 | 107 | 136.493 | 0,70% | 4,03% | 0,12% | 0,11% | 189.814 |
Rafrænar skjalasendingar
Hagræði af rafrænum reikningum er bæði efnahagslegt og umhverfislegt.
Íslenska fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út yfirlýsingu í febrúar 2014 um að frá og með 1.janúar 2015 myndi ríkið einungis taka við reikningum á rafrænu formi. Ráðuneytið gerði ráð fyrir sparnaði upp á 1.000 krónur á hvern móttekinn reikning. Sé gert ráð fyrir sama sparnaði í reikningshaldi ÁTVR vegna rafrænna reikninga, þá nemur sparnaðurinn 40 milljónum.
Með því að skipta alfarið úr pappírs reikningum í rafræna reikninga má lækka kolefnisfótspor reikningsferlisins verulega. Lífsferilsgreining Tenhunen og Penttinen (2010) bendir til þess að munurinn sé um 63%.
2015 | 2016 | 2017 | % | |
---|---|---|---|---|
Fjöldi reikninga | 57.186 | 56.811 | 55.037 | -3% |
Fjöldi rafrænna reikninga | 32.126 | 37.967 | 40.333 | 6% |
Hlutfall rafrænna reikninga | 56% | 67% | 73% | 9% |
Fjöldi pantana | 46.397 | 46.230 | 43.074 | -7% |
Fjöldi rafrænna pantana | 14.492 | 16.810 | 17.104 | 2% |
Hlutfall rafrænna pantana | 31% | 36% | 40% | 10% |
Fjöldi sölureikninga | 30.388 | 30.550 | 28.789 | -6% |
Fjöldi rafrænna sölureikninga | 8.802 | 9.707 | 8.686 | -11% |
Hlutfall rafrænna sölureikninga | 29% | 32% | 30% | -6% |
Millifærslupantanir/innrisala | 41.492 | 46.223 | 49.799 | 8% |
Sölureikningar m.v. veltu | 52% | 51% | 53% | 4% |
Hlutfall af heildarinnkaupum | 89% | 89% | 91% | 2% |
Lykiltölur 2017 | |
---|---|
29 milljarðar í vörukaup | |
11.963 gjaldareikningar | |
26.248 pantanir til ytri birgja | |
49.799 innri pantanir/sölureikningar |
G4-EN28
Hlutfall seldra vara og umbúða sem eru endurunnar eftir tegund
Aðfangakeðjan og endurvinnsla skiptir ÁTVR miklu máli. Endurvinnslan hf., ásamt umboðsmönnum
hennar, sér um móttöku allra einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald þeirra, undirbýr þær til útflutnings og selur til endurvinnslu.
Skil á drykkjarvöruumbúðum lækkaði á milli ára, en alls var hlutfallið 83% af seldum umbúðum. Á árinu nam heildarsala drykkjarvöruumbúða 158 milljónum eininga þar af voru rúmlega 47 milljónir seldar í Vínbúðunum. Gera má ráð fyrir að skil á umbúðum frá Vínbúðum fylgi almennum skilum og því hafi verið skilað til Endurvinnslunnar um 39 milljónum eininga eða 82% af þeim 47 milljónum skilagjaldsberandi umbúðum sem seldar eru í Vínbúðunum.
Helstu skýringar á minni skilum er aukinn fjöldi ferðamanna en þeir þekkja fæstir hvernig skilakerfið virkar. Einnig er góðæri og þar með minnkar hvati til skila. Loks eru umbúðir að verða minni en skil á minni umbúðum eru minni en á þeim stærri.
ÁTVR vann ásamt systurfyrirtækjum á Norðurlöndum að lífsferilsgreiningu á vörusafni. Þar kom fram að mestu umhverfisáhrifin liggja í umbúðunum og komu glerumbúðir verst út. Næststærsti þátturinn sem hafði áhrif var eldsneytisnotkun í vínrækt. Þriðji stærsti þátturinn var svo orkunotkun í sjálfum verksmiðjunum.
Unnið verður að því á næstu árum að minnka umhverfisáhrif vörusafnsins. Fyrst verður farið í að minnka sótspor glerumbúða og skiptir þyngd máli. Framleiðendur verða hvattir til að nota léttgler, minna en 420 g, og verður hlutfallið einn af lykilmælikvörðum. Einnig verður þyngd umbúða birt á vöruvef.
Í núverandi vörusafni er vín í glerflöskum 420 g og léttari, 17% m.v. fjölda og 20% m.v. magn.
Fjöldi: 213 léttgler af 1.246 einingum, eða 17%
Lítrar: 321 þúsund lítrar af 1.617 þúsund, 20%
Sala eininga í Vínbúðum | 2015 | 2016 | 2017 | Hlutfall skila 2017* | Áætluð skil 2017 | Breyting 2016/2017 |
---|---|---|---|---|---|---|
Glerflöskur | 9.491.156 | 10.284.918 | 10.503.837 | 78 | 8.161.481 | 2,1% |
Plast (PET) | 397.199 | 457.896 | 454.874 | 82 | 374.361 | -0,7% |
Áldósir | 31.389.913 | 33.766.663 | 36.139.122 | 85 | 30.754.393 | 6,6% |
Box | 458.540 | 458.617 | 469.639 | Ekki skilagjald | 2,3% | |
Ferna | 64.622 | 91.565 | 94.260 | Ekki skilagjald | 2,9% | |
Annað | 20.081 | 23.168 | 33.975 | Ekki skilagjald | 31,8% | |
Alls seldar einingar | 41.821.511 | 45.082.827 | 47.695.707 | 39.290.235 | 5,5% |
*Tölur frá Endurvinnslunni
Skil drykkjarumbúða til Endurvinnslunnar | 2015 | 2016 | 2017 |
---|---|---|---|
Sala milljónir eininga | 134 | 142 | 158 |
Skil milljónir eininga | 116 | 121 | 131 |
Skilahlutfall % | 88 | 85 | 83 |
Skil eftir tegundum % | 2015 | 2016 | 2017 |
---|---|---|---|
Ál | 91 | 87 | 85 |
Plast | 89 | 85 | 82 |
Gler | 84 | 81 | 78 |
G4-EN29
Fjárhæð mikilsháttar sekta og tæmandi listi yfir viðurlög sem fyrirtækið hefur verið látið sæta vegna brota gegn umhverfislögum og -reglum
Engar sektir eða viðurlög á starfsárinu 2017 vegna brota gegn umhverfislögum og -reglum og hefur aldrei gerst.
G4-EN31
Heildarfjárfestingar og útgjöld vegna umhverfisverndar flokkað eftir tegund
ÁTVR hefur ekki haldið utan um kostnað vegna umhverfisstjórnunar en helstu kostnaðarliðir árið 2017 voru kolefnisjöfnun, heilsufarsmælingar, endurgreiðslur vegna samgöngusamninga og skipting yfir í LED perur.
Í ofangreindum tilfellum, nema hugsanlega hvað við kemur kolefnisjöfnuninni, hefur orðið umtalsverður sparnaður af verkefnunum sem vegur upp á móti kostnaði. Af þeim sökum er erfitt að meta raunverulegan kostnað/ávinning af þessum aðgerðum.
G4-LA1
Starfsmannavelta eftir aldri, kyni og starfsstöð
Starfsmannavelta eftir ráðningarformi og starfi | Fullt starf | Hlutastarf | Tímavinna | Alls |
---|---|---|---|---|
Dreifingarmiðstöð | 26% | 0% | 76% | 38% |
Skrifstofa | 4% | 0% | 82% | 17% |
Starfsfólk í Vínbúð | 15% | 9% | 36% | 33% |
Stjórnendur í Vínbúð | 7% | 7% | 0% | 5% |
Alls | 13% | 7% | 39% | 29% |
Starfsmannavelta eftir kyni og aldri 2017 | Karlar | Konur | <30 | 30-50 | >50 | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
Dreifingarmiðstöð | 42% | 21% | 61% | 25% | 0% | 38% |
Skrifstofa | 15% | 19% | 83% | 12% | 31% | 17% |
Starfsfólk í Vínbúðum | 31% | 34% | 36% | 29% | 38% | 33% |
Stjórnendur í Vínbúðum | 7% | 4% | 0% | 7% | 0% | 5% |
Alls | 30% | 28% | 38% | 21% | 25% | 29% |
Starfsmannavelta er reiknuð út frá öllu starfsfólki sem var í starfi á árinu 2016. Starfsmannavelta er reiknuð: hættir starfsmenn/heildarfjöldi starfsmanna.
GA-LA3
Endurkoma til starfa og starfslok eftir foreldraorlof eftir kyni
Heildarfjöldi þeirra sem tóku fæðingarorlof árið 2017 voru 14 þar af voru átta konur og sex karlmenn. Ekki til upplýsingar um hverjir áttu rétt á orlofi en tóku ekki orlof.
Þrjár konur eru komnar aftur til starfa en fimm eru enn í orlof, engin hefur hætt. Allir sex karlmennirnir sem tóku orlof komu aftur til vinnu en tveir þeirra hættu stuttu eftir að hafa komið aftur til starfa.
Karlmennirnir taka yfirleitt styttra orlof og dreifa því frekar yfir lengri tíma en konurnar.
G4-LA4
Lágmarks uppsagnarfrestur í tengslum við mikilsháttar breytingar á starfsemi, þ.m.t. hvort kveðið sé á um slíkt í kjarasamningum
Um það gildir kjarasamningsbundinn uppsagnarfrestur sem getur verið frá 1 mánuði fyrir lausráðna eða 3 mánuðir að lágmarki fyrir fastráðna. Það eru ekki til sérreglur vegna "mikilsháttar" breytinga á starfsemi. Starfsfólk sem ráðið er til starfa fyrir gildistöku "nýju" starfsmannalaganna (fyrir 1. júní 1996) geta átt rétt til biðlauna ef starf er lagt niður, laun til 12 mánaða.
G4-LA5
Sérstök átaksverkefni
Það er einn öryggisstjóri í starfi. Öryggisnefnd er til staðar, tveir öryggisverðir og tveir öryggistrúnaðarmenn. Áhættumat var gert á árinu vegna sálfélagslegra þátta í tengslum við endurskoðunar um áætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Ný áætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi var gefin út.
Heilsufarsmælingar - eðlileg niðurstaða
- Reykja ekki
- Eðlilegt kólesteról
- Eru í kjörþyngd
- Fituprósenta (BMI) eðlileg
- Hreyfa sig
- Eðlilegur blóðþrýstingur
Sérstök átaksverkefni - Samgöngukannanir
Árlega hafa verið framkvæmdar samgöngukannanir til að fá verðmætar upplýsingar sem notast í stefnumótandi vinnu í umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð.
Reykjavíkurborg hefur látið kanna umferðahegðun höfuðborgarbúa til og frá vinnu og það er gaman að bera saman umferðarmynstur starfsfólks ÁTVR og borgarbúa yfir sumar og vetur.
Einnig hefur Vegagerðin látið Land-ráð sf. gera fyrir sig kannanir um ferðahegðun borgarbúa og er einkabíllinn hærri þar. Í könnun fyrir vetur 2016 eru 78% borgarbúa sem aka á einkabíl en í ár 45% starfsfólks ÁTVR. Sé starfsfólk á höfuðborgarsvæðinu tekið sérstaklega út, þá koma vistvænni tölur en 40% nýta einkabíl til og frá vinnu yfir veturinn.
Starfsfólk ÁTVR telur að samgöngusamningur og hreyfing í kjölfarið hafa góð áhrif á heilsu sína en rúm 70% eru sammála. Enginn ósammála. Óvissir eru 14% og hvorki né 11% svara.
Skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að því að fækka ferðum í einkabíl niður í 58%. Einnig að 8% allra ferða verði á hjóli, 12% ferða með Strætó, 22% gangandi (Reykjavíkurborg, 2014). Starfsfólk ÁTVR er þegar búið að ná þessu markmiði. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, númer 11, Sjálfbærnar borgir og samfélög, kemur við sögu. Afleiðing er minna svifryk, minni gatnaskemmdir, minni umferðartími og betri heilsa andlega og líkamlega.
Einkabíll | Strætisvagn | Hjóla | Ganga | Samferða | |
ÁTVR vetur 2017 | 45% | 10% | 12% | 28% | 4% |
Borgarbúar vetur 2016 | 67% | 7% | 6% | 13% | 7% |
Einkabíll | Strætisvagn | Hjóla | Ganga | Samferða | |
ÁTVR sumar 2017 | 32% | 10% | 23% | 31% | 5% |
Borgarbúar vor 2016 | 65% | 10% | 8% | 10% | 7% |
G4-LA6
Tíðni meiðsla, starfstengdra sjúkdóma, fjarverudaga og dauðsfalla sem tengjast starfi eftir starfsstöðvum
Á árinu voru skráð sjö slys sem er sami fjöldi og síðasta ár. Eitt reiðhjólaslys var til og frá vinnu. Sex slys urðu á starfsstöð. Markmiðið er öruggur og slysalaus vinnustaður. Fjarvistir vegna veikinda og veikinda barna sem hlutfall af unnum klukkustundum minnkuðu lítillega á milli ára var 2,5% í fyrra en er nú 2,4%.
Slys | Karlar | Konur | Alls |
---|---|---|---|
2017 | 1 | 6 | 7 |
2016 | 4 | 3 | 7 |
2015 | 2 | 4 | 6 |
Fjarvistir vegna veikinda og veikinda barna í hlutfalli við unnar klukkustundir | Konur | Karlar | Heild 2017 | Heild 2016 | Heild 2015 |
---|---|---|---|---|---|
Vínbúðir | 2,2% | 2,6% | 2,3% | 2,6% | 2,3% |
Dreifingarmiðstöð | 1,5% | 3,1% | 2,9% | 3,4% | 3,5% |
Skrifstofa | 3,1% | 1,8% | 2,5% | 2,0% | 2,0% |
ÁTVR í heild | 2,3% | 2,5% | 2,4% | 2,5% | 2,3% |
G4-LA9
Meðaltími fræðslustunda á starfsmann á ári eftir starfshópum og kyni
Rekstur | Starfsfólk | kvk | kk | Tímar | Tímar alls | Tímar/stg. | Fjöldi námsk. |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Hvernig á ég að byrja að spara | 21 | 63% | 37% | 1 | 21 | 0,06 | 1 |
Stoppaður orkuþjófana áður en þeir stoppa þig | 22 | 73% | 27% | 1 | 22 | 0,07 | 1 |
Núvitund | 20 | 95% | 5% | 12 | 240 | 0,72 | 1 |
Ársfundur | 95 | 53% | 47% | 2,5 | 238 | 0,71 | 1 |
Heilsa karla | 31 | 29% | 71% | 1 | 31 | 0,09 | 2 |
Að breyta lífsvenjum | 25 | 77% | 23% | 1 | 25 | 0,07 | 1 |
Hjólafærni | 22 | 55% | 45% | 1 | 22 | 0,07 | 1 |
Upptekni umhverfissinninn | 9 | 55% | 45% | 1 | 9 | 0,03 | 1 |
Fyrirlestur um stress | 22 | 63% | 37% | 1 | 22 | 0,07 | 1 |
Hamingjan | 24 | 64% | 36% | 1 | 24 | 0,07 | 1 |
Matur og mýtur | 27 | 63% | 37% | 1 | 27 | 0,08 | 1 |
Áhrif næringar á andlega og líkamlega líðan | 20 | 70% | 40% | 1 | 20 | 0,06 | 1 |
Að stjórna jafningjum | 15 | 67% | 33% | 7 | 105 | 0,31 | 1 |
Skyndihjálp | 107 | 53% | 47% | 4 | 428 | 1,28 | 5 |
Nýliðafræðsla | 55 | 65% | 35% | 5 | 275 | 0,82 | 2 |
Vínbúð | |||||||
Vínfræði I | 58 | 59% | 41% | 25 | 1450 | 4,34 | 4 |
Vínfræði II | 15 | 53% | 47% | 25 | 375 | 1,12 | 1 |
Fræðsluskot | 327 | 65% | 35% | 2 | 654 | 1,96 | 25 * |
Þemadagar | 310 | 62% | 38% | 2 | 620 | 1,86 | 6 |
Lyftaranámskeið | 30 | 53% | 47% | 11 | 330 | 0,99 | 2 |
Vínferð til Rioja | 9 | 44% | 56% | 32 | 288 | 0,86 | 1 |
Vínsýning Bordeaux | 3 | 0% | 100% | 32 | 96 | 0,29 | 1 |
Vínráðgjafafræðsla | |||||||
Framleiðendaheimsóknir til ÁTVR | 95 | 29% | 71% | 2 | 190 | 0,57 | 14 |
Vínferð innanlands | 11 | 27% | 73% | 8 | 88 | 0,26 | 1 |
Heimsóknir til framleiðenda innanlands | 17 | 29% | 73% | 2 | 34 | 0,10 | 2 |
Vínsérfræðingar kenna vínsérfræðingum | 20 | 20% | 80% | 2 | 40 | 0,12 | 2 |
* Um allt land
ÁTVR fjárfesti í tæplega 5.700 klukkustundum til fræðslu og þjálfunar starfsmanna. Það jafngildir 142 vinnuvikum.
Fræðslustundir eru 18 á hvert stöðugildi eða rúmlega 2 dagar á starfsmann. Á síðast ári voru tæplega 5.000 klukkustundir í fræðslu og þjálfun eða 124 vinnuvikur.
Aukning í fræðslustundum um 15% og er helsta skýringin skyndihjálparnámskeið, núvitund og aukning í Vínfræði I.
Í heilsueflingu eru níu fjölbreyttir fræðslufundir að Stuðlahálsi sem lúta að andlegri og líkamlegri heilsu starfsfólks. Boðið var upp á fræðslu um núvitund, stress, hjólanámskeið, hamingju og næringu svo dæmi sé tekið.
Flestir fræðslufundir voru sendir beint út á netinu í gengum facebook og gat starfsfólk horft beint á eða skoða síðar. Það áhorf er ekki mælt í þessum tölum.
Ekki eru í þessum tölum tímar um fyrirlestra og þátttöku starfsfólks í símenntun hjá Stjórnvísi, Dokkunni, hjá upplýsingatæknifyrirtækjum og háskólasamfélagi.
G4-LA11
Hlutfall starfsmanna sem undirgangast reglulegt frammistöðu- og starfsþróunarmat, m.a. með tilliti til kyns og starfsvettvangs
Öllu starfsfólki var boðið að fara í starfsmannasamtal á árinu. Hluti starfsmannasamtals er umræða um frammistöðu, verkefni og starfsþróun. Markmiðið er að starfsmannasamtöl séu þrisvar á ári. Starfsþróunarstefna ÁTVR er í fullu gildi. Stefnan er sett fram á grundvelli vinnustaðagreininga, frammistöðusamtala og rýnihópa um fræðsluþörf sem störfuðu í tengslum við verkefnið.
G4-HR4
Starfsemi og/eða birgjar sem hafa verið uppvísir að eða eru líklegir til að sniðganga lög um félagafrelsi og sameiginlegar kjaraviðræður og ráðstafanir sem hafa verið gerðar til að tryggja slík réttindi
ÁTVR er einungis með starfsemi á Íslandi og því er ekki talin veruleg hætta á að brotið sé á réttindum starfsmanna varðandi samningsrétt eða þátttöku í stéttarfélögum.
G4-PR1
Gæðaeftirlit áfengis
Vörugæði og neysluöryggi eru meginstoðir í ábyrgri starfsemi ÁTVR. Fjöldi skilaðra eininga á árinu voru 3.249 sem er samdráttur um 4% á milli ára. Felst vöruskil má rekja til korkskemmda. Af hverjum 100 þúsund seldum einingum var um 6 skilað. Fjöldi innkallana á árinu voru 13. Helstu orsakir voru frávik frá gæðum.
Vottun skynmats hélt áfram á árinu. Þriðji aðili vottar skynmatsferlið og kom reglulega fulltrúi frá BSI á Íslandi, sem er faggild skoðunarstofa, og tók út verklagið. Tilgangurinn með vottun skynmats og úttektum er að tryggja að skjalfestu verklagi sé fylgt og að skuldbinding ÁTVR um að vinna að stöðugum umbótum í skynmatsferlinu sé til staðar.
Haustið 2016 byrjaði ÁTVR að fylgjast reglulega með styrkleika alkóhóls í söluvörum vínbúðanna. Í október 2017 var tekin í notkun vínskanni, sem er sérhæft mælitæki fyrir vín, þar sem má fylgjast má með alkóhóli, sykri, súlfíti, sýrum og fleiri þáttum sem gagnast við gæðaeftirlit og gefa kost á auknum upplýsingum til viðskiptavina, m.a. magni sykurs í víni.
Á árinu 2017 voru mældar rúmlega 2100 tegundir. Flestar mælingar staðfesta réttar merkingar, en í 22 tilvikum fundust frávík frá uppgefnu alkóhólmagni. Brugðist er við ef frávik eru utan skilgreindra viðmiðunarmarka.
Vöruskil | 2017 | 2016 | 2015 |
---|---|---|---|
Fjöldi skilaðra eininga | 3.249 | 3.396 | 3.984 |
Af 100.000 seldum einingum | 6 | 8 | 10 |
G4-PR3
Gerð vöru- og þjónustuupplýsinga sem krafist er í verklagsreglum og hlutfall vöru og þjónustu sem fellur undir slíkar upplýsingakröfur
Mikilvægasti vöru- eða þjónustuflokkur er áfengir drykkir. Óáfengir drykkir, gjafapakkningar, tóbak o.fl. eru því ekki í þessum vísi. ÁTVR framkvæmir ekki eigin merkingu á vörum. Ábyrgð fyrirtækisins felst fremur í að kanna hvort þær séu í samræmi við lög og reglur.
Reglugerðir um vöruval, innkaup og dreifingu áfengis, nr. 1106/2015 og miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda, nr. 1294/2014 liggja til grundvallar mati á vörum og umbúðum. Þetta er gert í tengslum við innkaup á öllum áfengum drykkjum.
Já | Nei | Hlutfall áfengis sem hefur verið athugað 3) | Hlíting % | ||
---|---|---|---|---|---|
1 Upprunaland innihalds | x | ||||
2 Alkóhólmagn | x | 78,7% | 99,9% | ||
3 Neysluöryggi - lítrar 1) | x | 78,0% | 100% | ||
4 Neysluöryggi - vörunúmer 1) | x | 45,6% | 100% | ||
5 Förgun og umhverfisáhrif og félagsleg áhrif 2) | x | 93,0% | 100% | ||
6 Lífræn vara | x | 1,10% | 100% | ||
7 Sanngjörn framleiðsla | x | 0,04% | 100% |
1) Vörur sem fara í gegnum skynmat hjá gæðaeftirliti ÁTVR
2) Hlutfall af skilagjaldsberandi umbúðum seldum hjá ÁTVR
3) Hlutfall eftir seldum lítrum (nema liður 4)
G4-PR5
Ánægja viðskiptavina
Íslenska ánægjuvogin
Þróun ÁTVR í samanburði við öll fyrirtæki sem eru mæld á kvarðanum 0–100.
- Öll fyrirtæki
- ÁTVR
Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þjónustu Vínbúðarinnar?
Ánægja með þjónustu flokkað eftir stærð Vínbúða
2017 | 2016 | 2015 | |
---|---|---|---|
Stærri Vínbúðir | 4,33 | 4,39 | 4,29 |
Minni Vínbúðir | 4,48 | 4,54 | 4,46 |
Mælt á kvarðanum 1-5
Hversu gott eða slæmt finnst þér viðmót starfsfólks Vínbúðarinnar almennt vera?
Viðmót starfsfólks Vínbúðanna flokkað eftir stærð Vínbúða
Viðmót starfsfólks | 2017 | 2016 |
---|---|---|
Stærri Vínbúðir | 4,46 | 4,50 |
Minni Vínbúðir | 4.70 | 4,74 |
G4-S03
HLUTFALL OG HEILDARFJÖLDI VIÐSKIPTAEININGA SEM GREINDAR HAFA VERIÐ MEÐ TILLITI TIL HÆTTU Á SPILLINGU
Hlutleysi gagnvart birgjum er reglulega kannað og tryggt með reglugerð með vöruval. Í birgjakönnun sem framkvæmd var í maí og júní 2017 kom fram að hlutleysi væri 3,5 af 5 mögulegum. Eða 57% ánægðir, 19% hlutlausir og 24% óánægðir.
Óskýrð rýrnun er rýrnun sem verður vegna þjófnaðar eða mistaka í afgreiðslu. Óskýrð rýrnun var 0,03% veltu hjá Vínbúðunum. Til samanburðar er Samkvæmt National Retail Security Survey 2017, er talið að rýrnun í smásölu sé 1,44%.
Mikið eftirlit er með rýrnun að hálfu búðanna sjálfra, sítalningar, farið er yfir öll frávik, starfsfólki kennt að bera kennsl á líklega hegðun þjófa og líklegustu vörurnar eru taldar oftast. Rýrnun er ekki liðin og strax skoðað í öryggisvélum til að sjá hvað olli rýrnun viðkomandi vörutegundar.
Viðmið (Principles)
GLOBAL COMPACT
Siðareglur BSCI
Markmið siðareglna BSCI (Business Social Compliance Initiative) er að útlista þau gildi og meginreglur sem þátttakendur kappkosta að innleiða í viðskiptum við samstarfsaðila í aðfangakeðju fyrirtækisins. Þátttakendur samþykkja siðareglurnar þegar þeir gerast aðilar að BSCI.
11 meginreglur sem stefna að hámörkun verndar vinnuafls
Meginreglur BSCI eru byggðar á mikilvægum alþjóðlegum reglum á sviði vinnumála sem vernda réttindi launþega. Má þar nefna samninga og sáttmála Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), leiðbeinandi reglur Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi sem og viðmiðunarreglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki.
Meginreglurnar gera grein fyrir 11 grundvallarréttindum launþega sem þátttakendur skuldbinda sig til að innleiða í aðfangakeðju sinni með þrepaskiptri aðferð.

Réttur til félagafrelsis og kjarasamninga
Fyrirtækið virðir rétt launþega til að stofna stéttarfélög eða önnur samtök launafólks, og ganga til almennra kjarasamninga.

Sanngjarnt endurgjald
Fyrirtækið virðir rétt launþega til að fá sanngjarnt endurgjald fyrir vinnu sína.

Vinnueftirlit
Fyrirtækið tryggir heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi, sinnir mati á áhættu og gerir allar nauðsynlegar ráðstafanir til að eyða eða draga úr henni.

Sérstök vernd fyrir ungt launafólk
Fyrirtækið veitir öllum starfsmönnum sem ekki teljast fullorðnir sérstaka vernd.

Engin vinnuþrælkun
Fyrirtækið beitir ekki nauðungarvinnu og mansali og nýtir sér ekki ófrjálst vinnuafl af neinu tagi.

Siðgæði í viðskiptaháttum
Fyrirtækið mun ekki þola neinum viðskiptaspillingu, fjárkúgun, fjársvik eða mútur.

Engin mismunun
Fyrirtækið veitir öllum jöfn tækifæri og mismunar ekki starfsmönnum.

Hóflegur vinnutími
Fyrirtækið fylgir lögum um vinnutíma.

Engin barnavinna
Fyrirtækið ræður ekki starfsmenn undir lögaldri.

Engar ótryggar ráðningar
Fyrirtækið ræður einungis starfsmenn á grundvelli staðfestra samninga og samkvæmt lögum.

Umhverfisvernd
Fyrirtækið gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir spjöll á umhverfinu